Slasaðist í Finnafirði

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á vettvang. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn voru kallaðir á vettvang. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert

Kallað var á björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn um hálfsjöleytið í kvöld vegna slasaðs einstaklings í Finnafirði.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg eru viðbragðsaðilar nýkomnir á vettvang en bera þurfti hinn slasaða einhverja vegalengd að sjúkrabíl.

Davíð telur að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum en hann hefur sem stendur ekki nánari upplýsingar um hvað gerðist.

Uppfært kl. 20.52:

Um er að ræða erlendan ferðamann um sextugt sem slasaðist á fæti eftir að hafa hrasað. Til að byrja með var óljóst um staðsetningu hans og hversu mikið hann væri slasaður. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn þurftu að bera hann um eins kílómetra leið. Slysið varð í Gunnólfsvík í Finnafirði þar sem maðurinn var á gangi.

Hann verður fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert