Starfsmaðurinn smitaði ekki ferðamanninn

Enn var opið í ísbúðinni í Efstadal II eftir að ...
Enn var opið í ísbúðinni í Efstadal II eftir að E.coli smitin höfðu verið rakin þangað. 8. júlí smitaðist erlendur ferðamaður þar, eftir að átti að vera búið að útiloka frekari smit á staðnum. Hann smitaðist þó ekki vegna íss, að því er talið er, enda ísinn sem var seldur eftir aðgerðirnar frá öðrum framleiðanda. mbl.is/​Hari

Það er útilokað að erlendi ferðamaðurinn sem heimsótti Efstadal 8. júlí og smitaðist þar af E.coli bakteríunni hafi smitast við snertingu við fullorðna starfsmanninn, sem komið hefur á daginn að var sýktur. 

Þetta segir Björgvin Jóhannesson, einn af eigendum Efstadals. Hann kveðst aðspurður vonast til þess að eftir að faraldurinn gangi yfir og málið er leitt til lykta geti starfsemi og þjónusta í Efstadal haldið áfram. 

„Miðað við jákvæðu fréttirnar sem við höfðum verið að fá, um að börnin væru komin heim af sjúkrahúsunum og slíkt, þá var sjokk að heyra þetta,“ segir Björgvin um þær fréttir sem voru sagðar í dag, af tveimur fullorðnum einstaklingum sem greinst hafa með E.coli, ferðamanninum og starfsmanninum.

„Það voru allir orðnir bjartsýnir um að að þessari hrinu væri lokið. Það er samt þannig að við höfum enn trú á því, og tökum undir orð sóttvarnarlæknis, að þetta sé að fjara út,“ segir hann. 

Björgvin Jóhannesson segir að nýjustu vendingar í málinu hafi verið ...
Björgvin Jóhannesson segir að nýjustu vendingar í málinu hafi verið sjokk, þar sem talið var að allt væri farið að horfa til betri vegar. Haraldur Jónasson/Hari

Það var 4. júlí sem það fékkst staðfest að E.coli sýkingar nokkurra barna hafi orðið í heimsókn þeirra á Efstadal. Strax þann dag var kálfastíu lokað, þaðan sem smitin voru talin hafa komið. Áfram var seldur ís, þó að ekki hafi verið seldur áfram ís sem framleiddur var í Efstadal. Á þessu stigi er liggur ekkert fyrir um hvernig erlendi ferðamaðurinn sem smitaðist 8. júlí smitaðist og að sögn Björgvins er of snemmt að fara út í getgátur um það.

Björgvin vill, af virðingu við starfsfólkið á staðnum, ekki gefa upp við hvað starfsmaðurinn sem sýktist hafi starfað. Hann tekur fram að starfsmaðurinn sýslaði aldrei með mat eða ís.

Sjónum beint að umhverfinu í kringum kálfastíuna

Þess vegna er áherslan núna á umhverfið nálægt kálfastíunni umræddu, sem var þó strax lokað 4. júlí, og var því lokuð þegar ferðamaðurinn átti leið um bæinn 8. júlí. Þar sem sýni tekin úr mat á svæðinu hafa ekki bent til þess að þar liggi orsökin, gætu samskipti við dýr í kringum eða fyrir utan stíuna umræddu legið að baki sýkingu ferðamannsins.

Björgvin segir að nú sé beðið allra niðurstaðna úr sýnatöku sem gerð var á öllu starfsfólki bæjarins. Niðurstöðurnar hingað til hafi verið neikvæðar, það er, engar sýkingar, nema þessi eina sem hér hefur verið rædd. Enn á eftir að koma í ljós hvað olli henni.

Vegna þess að í ljós kom að ráðstafanirnar sem gerðar voru 4. júlí voru ekki nægar til þess að smit kæmi ekki upp þann 8. júlí, hafa heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun gert kröfu á Efstadal um að hætta sölu íss alveg þar til alþrif hafi verið gerð. Það hefur verið gert. Einnig er krafist alþrifa og sótthreinsunar á veitingastað og aðlægum rýmum. Þessum stöðum var lokað í dag. Aðgengi að dýrum á að vera lokað þar til viðunandi hreinlætisaðstaða hefur verið sett upp og aðskilnaðurinn milli veitingastaðar og dýra á að vera efldur. Að lokum þurfa starfsmenn sem vinna við matvæli að sýna fram á að þeir séu ekki sýktir, sem stefnir í að liggi fyrir.

mbl.is

Innlent »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Í gær, 18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

Í gær, 17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »

Þvoi bíla frekar á þvottaplönum

Í gær, 17:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur beinir því til íbúa borgarinnar að bílaþvottur með efnum við heimahús sé alls ekki æskilegur, eftirlitið fær á hverju ári ábendingar um mengun sem berst með ofanvatni í árnar, vötnin og strandsjóinn í Reykjavík. Meira »

Vetraráætlun tekur gildi á morgun

Í gær, 17:35 Vetraráætlun Strætó tekur gildi á morgun og verða þá ákveðnar breytingar gerðar á leiðakerfi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Heimsókn eftir sjö áratugi

Í gær, 17:30 Fjarlægð og tími fá ekki grandað fallegum vinskap vinkvennanna Ásu Jónsdóttur og danskrar æskuvinkonu hennar Anne Lise Caiezza. Nú, tæpum sjö áratugum síðar er Anne Lise loks komin í heimsókn til Íslands í fyrsta sinn. Meira »

Fékk áfall þegar hann sá myndbandið

Í gær, 16:35 Ugg setur að íbúum í Vesturbænum eftir að íbúi á Álagranda birti myndband af bréfbera sem reyndi að fara inn á heimili hans að næturlagi. Póstdreifing sá til þess að bréfberanum yrði vikið úr starfi. Meira »

Hvað viltu vinkonu minni?

Í gær, 15:50 „Fram að þessu höfum við ekki haft tækjabúnað til að kanna nákvæmlega hversu langt kríurnar fara, hvaða leiðir þær fara og hversu oft þær stoppa á leiðinni, ef þær stoppa þá yfirleitt, hvað þær eru lengi á leiðinni og hversu hátt þær fljúga, svo dæmi sé tekið.“ Meira »

Leit með kafbáti ekki borið árangur

Í gær, 14:50 Leit að líki belgíska ferðamannsins sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn í vikunni hófst að nýju klukkan níu í morgun og stendur enn yfir. Í dag hefur leitin einungis farið fram með litlum kafbáti eða neðansjávardróna sem stjórnað er af tveimur mönnum í báti. Meira »

Launahækkanir ríkisforstjóra „sláandi“

Í gær, 13:27 „Mér finnst mest sláandi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósamræmi í launaákvörðunum eftir fyrirtækjum. Það er merkilegt að sjá að það virðist ekki vera nein samræmd stefna ríkisins hvað varðar þessi mál,“ segir þingmaður Viðreisnar, um launahækkanir ríkisforstjóra síðustu tvö ár. Meira »

Okjökull kvaddur með viðhöfn

Í gær, 12:48 „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag er viðstödd fjölmenna minningarathöfn um Okjökul í Borgarfirði. Meira »

Samband Íslands og Þýskalands

Í gær, 12:15 „Þessar heimsóknir leiðtoga Þýskalands leiða hugann að margþættu sambandi ríkjanna tveggja, Íslands og Þýskalands, sem á sér aldalanga sögu,“ skrifar Svana Helen Björnsdóttir í tilefni af komu Angelu Merkel Þýskalandskanslara til Íslands á morgun. Meira »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

Í gær, 08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...