„Þetta var náttúrulega svolítið sjokk“

Björgvin Jóhannesson er einn af eigendum Efstadals II en ferðaþjónustubæinn ...
Björgvin Jóhannesson er einn af eigendum Efstadals II en ferðaþjónustubæinn eiga fjórar fjölskyldur. Hann er miður sín yfir smitinu. mbl.is/​Hari

„Þetta var náttúrulega bara svolítið sjokk og sérstaklega að heyra af þessum veiku börnum. Það er fyrst og fremst vonandi að þau jafni sig sem fyrst,“ segir Björgvin Jóhannesson, einn af eigendum ferðaþjónustubæjarins Efstadals í Bláskógabyggð. Komið hefur á daginn að börnin sem undanfarið hafa smitast af E. coli-bakteríunni smituðust vegna samneytis við dýr á Efstadal II.

Böndin berast að tiltekinni kálfastíu á bænum þar sem börn sem koma í heimsókn geta leikið sér við dýrin. Þar mun hafa átt sér stað einhvers konar krosssmit en á staðnum er gert út á samneyti manna og skepna og börnin fá til dæmis stundum að gefa kálfunum ís.

Á Efstadal má kaupa sér ís og hitta kýr og ...
Á Efstadal má kaupa sér ís og hitta kýr og kálfa að máli. mbl.is/​Hari

Um leið og grunur kom upp um smit í Bláskógabyggð um miðja síðustu viku var lokað á samskipti við dýrin á bænum. „Það er engin snerting við kálfana lengur í boði og þeir hafa verið sendir í sóttkví,“ segir Björgvin. 

Hann segir rannsóknir á staðnum hafa bent til þess að smitið tengist kálfunum, en ekki matvælunum sem seld eru á bænum í veitingasölunni eða ísbúðinni. „Við höfum þegar sent sýni úr öllum matvælunum okkar og þær niðurstöður hafa verið mjög jákvæðar fyrir okkur,“ segir Björgvin. Sá rekstur er því enn í gangi.

Efstidalur II er í Bláskógabyggð. Þar smituðust börn af e. ...
Efstidalur II er í Bláskógabyggð. Þar smituðust börn af e. coli á síðustu vikum. mbl.is/​Hari

4. júlí segir Björgvin að lokað hafi verið strax fyrir alla sölu á ís og mat og samskipti við dýrin vegna óvissustigs. Eftir að gengið var úr skugga um að ekkert væri athugavert við matvælin í sjálfu sér hófst sala á þeim á ný. 

Fólk auðvitað slegið

„Það er jákvætt að það sé búið að fá niðurstöðu í þetta, að þarna sé þessi tenging og að þarna verði smitið. Þá er strax búið að stoppa útbreiðslu á því. Þá á að vera hægt að halda áfram veginn,“ segir Björgvin.

Í Efstadal. Á bænum er gert út á samskipti dýra ...
Í Efstadal. Á bænum er gert út á samskipti dýra og manna og svo er veitingasala rétt hjá. Eigandi harmar að smitið hafi orðið og segir að skepnurnar séu í sóttkví. Ljósmynd/Facebook

„Auðvitað er fólk slegið yfir þessu og það er mikilvægt, eins og sóttvarnarlæknir bendir á, að þar sem samneyti hvers konar er við dýr, þar er lykilatriði að passað sé upp á hreinlæti,“ segir Björgvin og bætir því við að þrátt fyrir að Matvælastofnun hafi metið alla ferla á staðnum sem góða hafi samt verið farið í að herða viðbragðsferli við svona málum.

Björgvin harmar sem segir að börn hafi veikst vegna þessa en hefur ekki leitt hugann að því hvort bærinn þurfi að bæta sérstaklega fyrir þetta gagnvart fjölskyldunum. „Við höfum bara rannsakað þetta með viðbragðsaðilum og verið partur af því teymi. Það verður svo auðvitað að huga að öðru síðar,“ segir hann. 

„Dýr veikjast eins og aðrir en við höfum ekki séð að það hafi verið neitt athugavert við gerilsneyðinguna eða neitt slíkt. Við höfum verið í góðu samstarfi við Þórarin Egil Sveinsson mjólkurverkfræðing og hann hefur verið með okkur í öllu þessu ferli,“ segir Björgvin.

„Svo höldum við bara áfram með þessa vinnu,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...