Segir skipun Ásgeirs „hörmu­leg­ar frétt­ir“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst óánægð með skipun Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í embætti seðlabankastjóra. Hún segir skipunina ömurlegar fréttir fyrir láglaunafólk og sakar Ásgeir um að verja hagsmuni fjármagnseigenda og að vera ófæran um að setja sig í spor þeirra eignaminni.

„Þetta er náttúrulega maður sem hefur með bæði gjörðum sínum og orðum sýnt fram á að hann vinnur mjög markvisst að því að gæta hagsmuna fjármagnseigenda, þeirra ríku og valdamiklu í samfélaginu,“ segir Sólveig Anna í samtali við mbl.is. „Sem eitt af fórnarlömbum hrunsins og sem skattpínd láglaunakona til margra ára finnst mér þetta algjörlega hörmulegar fréttir. Hörmulegar fréttir fyrir verka- og láglaunafólk á Íslandi.“

Hún segir jafnframt að Ásgeir „virðist vera ófær um að setja sig í spor hinna eignalausu, vinnuaflsins. Það hljóta bara að vera ömurlegar fréttir fyrir okkur sem tilheyrum þeirri stétt að forsætisráðherra hafi leitt þennan mann til æðstu valda og metorða á Íslandi.“

Tilkynnt var í gær að dr. Ásgeir Jóns­son hag­fræðing­ur hefði ...
Tilkynnt var í gær að dr. Ásgeir Jóns­son hag­fræðing­ur hefði verið skipaður í stöðu seðlabanka­stjóra. mbl.is/​Hari

Sýnir hvernig valdastéttin hugsar

Spurð hvort hún hafi áhyggjur af því að Ásgeir mun ekki í starfi sínu taka tillit til stefnu verkalýðshreyfingarinnar, svarar Sólveig Anna játandi.

„Það er augljóst – ef við horfum á feril þessa manns – hverra hagsmuna hann gætir og líka ef við horfum á hvernig hann talaði síðasta vetur í kjaradeilunum. Þá talaði hann bara með þeim hætti að hann virðist ekki vera fær um að setja sig í spor þessa stóra hóps sem hér lifir og starfar fyrir litlar tekjur.“

„Þetta er algjör og endanleg sönnun á því hvernig pólitísk valdastétt á Íslandi hugsar, hvers konar fólki og hvaða hugmyndafræði hún vill lifa og starfa eftir,“ bætir hún við að lokum.

Á Facebook-síðu sinni lýsti Sólveig Anna því í dag að skipaður hafi verið „nýfrjálshyggju-prestur“ í embætti seðlabankastjóra sem boði „hugmyndafræði sem gengur eingöngu út á að tryggja algjör yfirráð þeirra ríku og valdamiklu yfir mannlegu samfélagi“.

Formaður VR bjartsýnn

„Verðum við ekki bara að óska honum til hamingju og vonast eftir því að samstarfið við verkalýðshreyfinguna verði gott?“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is um skipun Ásgeirs.

Hann segist jafnframt vona að tekið verði „tillit til okkar stefnu og áherslu í peningastefnu Seðlabankans. Ég leyfi mér að vera bjartsýnn á að þetta samstarf gangi vel þangað til annað kemur í ljós.“

Haft hefur verið eftir Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands, í dag að hún telji Ásgeir eiga að fá tækifæri til þess að sýna „hvað í honum býr“. Hún kvaðst þó hafa ákveðnar áhyggjur af afstöðu nýs seðlabankastjóra til launakrafna verkalýðshreyfingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýrra loftslag ógnar framtíð jökla

07:37 Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rok og rigning á morgun

06:56 Víðáttumikil lægð með allhvössum vindi fer fram hjá landinu aðra nótt og á morgun. Búast má við vindi allt að 20 m/s með suðurströndinni og dálítilli úrkomu á Suðaustur- og Austurlandi með. Meira »

Tjónvaldur 17 ára og í vímu

06:50 Sautján ára ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna er talinn bera ábyrgð á árekstri tveggja bifreiða á Dalvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Ung stúlka sem ekki er komin með bílpróf ók bifreið út af á Heiðmerkurvegi síðdegis í gær. Meira »

Ógnað með eggvopni

06:32 Leigubílstjóra var ógnað með eggvopni og hótað að stinga hann með sprautunál í nótt af pari sem neitaði að greiða bílstjóranum fyrir akstur í Grafarvoginn. Hann tilkynnir um greiðslusvik og hótanir. Hafði ekið pari að ákveðnu húsi og er hann krafði manninn um greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni og konan hótað að stinga hann með nál. Málið er í rannsókn.   Meira »

Tvö útköll TF-GRO í gær

05:54 TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gærkvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi. Meira »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þurrviðrið hefur verið slæmt fyrir spánarsnigla

05:30 Þurrkurinn sunnanlands í sumar hefur verið Spánarsniglum óhagstæður, að sögn dr. Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

444 hælisumsóknir borist á þessu ári

05:30 Tímabilið janúar til júlí 2019 voru umsóknir um hæli hér á landi alls 444 og eru umsækjendur af um 60 þjóðernum. Er fjöldi umsókna nokkuð meiri nú en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Meira »

Andlát: Steinar Farestveit

05:30 Steinar Farestveit, fyrrverandi yfirverkfræðingur Stokkhólmsborgar, andaðist í Stokkhólmi 6. ágúst, 84 ára að aldri.   Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...