Dagsetning heimsóknar óljós

Mike Pence.
Mike Pence. AFP

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, staðfesti í samtali við mbl.is í gær að undirbúningur vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, væri hafinn fyrir nokkru síðan.

Morgunblaðið hafði fyrir því heimildir, og greindi frá fyrir tæpum mánuði, að líkur stæðu til þess að Pence myndi heimsækja Ísland nú í haust.

„Undirbúningur hefur staðið nokkuð lengi,“ segir Guðlaugur í Morgunblaðinu í dag en bætti við að ekki væri endanlega staðfest hvort af heimsókninni yrði, og því lægju dagsetningar ekki fyrir. Þá sagði Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytis, við blaðiðað þar sem dagsetningar lægju ekki fyrir væri ekki vitað hversu stórt lið manna myndi fylgja varaforsetanum ef af heimsókninni yrði.

„Ég hef lagt á það mjög mikla áherslu að styrkja og efla tengslin við Bandaríkin frá því ég tók við sem ráðherra,“ sagði Guðlaugur Þór enn fremur í gær og sagði aðspurður að ætlunin væri að ræða fyrst og fremst efnahagssamráð milli ríkjanna tveggja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert