Hafa náð í fjölskyldu mannsins

Leit stóð yfir frá morgni og fram að kvöldmatarleyti í …
Leit stóð yfir frá morgni og fram að kvöldmatarleyti í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögregla hefur náð sambandi við fjölskyldu ferðamannsins, sem leitað er að eftir að bátur og bakpoki fundust í sunnanverðu Þingvallavatni í gær. Greint var frá því fyrr í dag að búið væri að bera kennsl á eiganda bakpokans, sem talinn er hafa róið bátnum, en hann er rúmlega fertugur karlmaður frá Belgíu.

Leit var hætt á sjötta tímanum í dag, en Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við mbl.is að leitarmenn séu nú að ráða ráðum sínum, vinna úr upplýsingum og lögregla að skipuleggja frekari leit. Davíð á von á að björgunarsveitir muni aðstoða lögreglu á morgun.

Sveinn Kr. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að áfram verði leitað á morgun og muni kafarar frá sérsveitinni halda áfram sinni vinnu í vatninu. Þeir voru kallaðir út í samráði við ríkislögreglustjóra í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert