Brot oft vegna mistaka

Í ungri atvinnugrein á borð við ferðaþjónustuna má gera ráð fyrir að tíma geti tekið fyrir þá sem nýbyrjaðir eru í starfsemi að átta sig á reglum, meðferð kjarasamninga og öðru slíku.

Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka aðila í ferðaþjónustu, inntur eftir viðbrögðum við nýrri skýrslu ASÍ um umfang brota á vinnumarkaði. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir slík brot snerta þúsundir, en í skýrslunni kemur fram að helmingur launakrafna komi úr hótel-, veitinga og ferðaþjónustu.

Jóhannes segir gott að sjá tölurnar settar fram með þessum hætti. „Við hefðum kannski viljað sjá líka [...] hve mikið af þessum launakröfum er greitt á endanum eða lýkur með öðrum hætti launþeganum í hag,“ segir hann.

„Það er leitt að það skuli vera svo mikið um brot, en þetta eru heldur lægri prósentur en forseti ASÍ hefur sagt að ferðaþjónustan standi að og verkalýðshreyfingin er að sýsla með,“ segir Jóhannes. „Þegar um okkar félagsmenn er að ræða, þá er gjarnan um heiðarleg mistök að ræða eða menn átta sig ekki á því hvernig reglurnar standa. Við höfum lagt áherslu á að koma réttum skilaboðum til viðkomandi aðila um að afla sér þekkingar um hvernig eigi að gera hlutina og laga það sem laga þarf,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert