Geta ekki leyft sér lúxus í frímerkjum

mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Íslandspósti er ekki heimilt samkvæmt núgildandi lögum að ákveða einhliða að hætta að gefa út frímerki. Póst- og fjarskiptastofnun bendir þó á að nokkur óvissa ríki um það hvernig þessum málum verði háttað eftir að ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramót en þá fellur niður einkaréttur Íslandspósts.

Ekki hefur verið gefin út reglugerð um það hvernig staðið verði að frímerkjaútgáfu í framtíðinni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinnu í dag.

Forstjóri Íslandspósts segir að Frímerkjasala Póstsins hafi verið rekin með 30-40 milljóna króna tapi á ári. Dregið verður úr starfseminni með því að dreifa útgáfu frímerkja á lengri tíma. „Í þessum aðgerðum sem við stöndum í, að segja upp starfsfólki og spara, er þetta lúxus sem við getum ekki leyft okkur,“ segir Birgir Jónsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert