Krefjast frávísunar á máli VR

Frávísunarkrafan byggist á ýmsum lagatæknilegum atriðum, segir Arnar Þór Stefánsson …
Frávísunarkrafan byggist á ýmsum lagatæknilegum atriðum, segir Arnar Þór Stefánsson lögmaður FME í málinu, meðal annars því að VR skorti lögvarða hagsmuni. mbl.is/Eggert

Fjármálaeftirlitið og Lífeyrissjóður verzlunarmanna fara fram á að máli stéttarfélagsins VR á hendur þeim verði vísað frá, en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi þar sem frávísunarkrafan var lögð fram.

Hún byggist á ýmsum lagatæknilegum atriðum, segir Arnar Þór Stefánsson lögmaður FME í málinu, meðal annars því að VR skorti lögvarða hagsmuni.

Stefna VR var lögð fram 26. júlí síðastliðinn, en málið snýst um þá ákvörðun fulltrúaráðs VR að afturkalla umboð stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði verzlunamanna og skipa nýja.

FME leit svo á og gaf það álit til stjórnar lífeyrissjóðsins að stjórn sjóðsins eins og hún var til­kynnt til FME í mars sæti enn, þrátt fyr­ir að full­trúaráð VR hefði dregið umboð fjög­urra stjórn­ar­manna sem sjóður­inn skip­ar til baka.

Síðan málið var höfðað hefur stjórn VR staðfest nýja bráðabirgðafulltrúa sína í stjórn lífeyrissjóðsins.

Með því, sagði Ragnar Þór í viðtali við mbl.is á dögunum, var brugðist við því sem Fjármálaeftirlitið hefði gefið í skyn í áliti sínu, að eingöngu stjórn VR en ekki fulltrúaráð VR gæti skipað í stjórnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert