Stefán skipaður stjórnarformaður LV

Hús verslunarinnar, þar sem bæði VR og Lífeyrissjóður verzlunamanna eru …
Hús verslunarinnar, þar sem bæði VR og Lífeyrissjóður verzlunamanna eru til húsa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, hefur tekið við formennsku í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna af Ólafi Reimari Gunnarssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sjóðsins.

Stjórn sjóðsins kom saman til fundar í gær og skipti þá með sér verkum, en fjórir nýir fulltrúar skipaðir af VR tóku sæti í stjórninni á fundinum. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, verður áfram varaformaður stjórnar.

Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR.
Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR.

Fram hafði komið í umfjöllunum Kjarnans og Fréttablaðsins að áformað væri að Guðrún Johnsen, einn fjögurra nýrra stjórnarmanna VR hjá sjóðnum, myndi veita stjórninni formennsku, en það varð ekki niðurstaðan.

Fjórir nýir fulltrúar koma hafa tekið sæti í stjórninni fyrir hönd VR, en stéttarfélagið ákvað að skipta fyrri stjórnarmönnum sínum út vegna óánægju stéttarfélagsins með hækkun vaxta á einum flokki neytendalána sem sjóðurinn býður upp á.

Þá tilnefna Kaupmannasamtök Íslands einnig nýjan fulltrúa í stjórnina, en Benedikt K. Kristjánsson, fulltrúi samtakanna í stjórninni, féll frá fyrr í sumar.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er nú svo skipuð:

  • Bjarni Þór Sigurðsson, tilnefndur af VR
  • Guðrún Johnsen, tilnefnd af VR
  • Helga Ingólfsdóttir, tilnefnd af VR
  • Stefán Sveinbjörnsson formaður, tilnefndur af VR
  • Árni Stefánsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins að fengnu áliti Viðskiptaráðs Íslands
  • Guðný Rósa Þorvarðardóttir, tilnefnd af Félagi atvinnurekenda
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins að fengnu áliti Samtaka atvinnulífsins
  • Margrét Sif Hafsteinsdóttir, tilnefnd af Kaupmannasamtökum Íslands
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK