0,5% aðhaldskrafa hjá Landspítala

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, hefur sagt róðinn hafa verið þungan …
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, hefur sagt róðinn hafa verið þungan undanfarin ár. mbl.is/Golli

0,5% aðhaldskrafa er gerð á rekstur sjúkrahúsa á Íslandi í nýju fjárlagafrumvarpi miðað við fyrra ár. Alls verður 109,0 milljörðum króna varið til sjúkrahúsþjónustu, samanborið við 100,7 milljarða í fyrra, en sú hækkun skrifast nær alfarið á launahækkanir, auk þess sem 3,8 milljarðar verða veittir í byggingu nýs Landspítala.

56,9 milljarðar renna í heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, en undir það falla heilsugæsla, hjúkrun, sjúkraþjálfun og sjúkraflutningar, svo eitthvað sé nefnt. Er það aukning um 6,5% frá fyrra ári.

Ítarlega hefur verið fjallað um rekstrarvanda Landspítala hér á mbl.is að undanförnu. Halli spítalans var 2,4 milljarðar á fyrri hluta árs og stefnir í að verða 4,5 milljarðar yfir allt árið. Er því ljóst að auka þarf aðhald í útgjöldum töluvert eigi að halda spítalanum innan ramma næsta árs.

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, boðaði í síðustu viku breytt skipu­lag á starf­semi spít­al­ans og nýtt stjórn­un­ar­fyr­ir­komu­lag, auk „hagræðing­ar í stjórn­un­arþátt­um“, en hann hefur sagt að kjarasamningar hafi verið spítalanum erfiðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert