Marglytturnar bíða enn um sinn

Marglytturnar sjást hér með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þegar …
Marglytturnar sjást hér með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þegar þær syntu yfir til Bessastaða í síðasta mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna óhagstæðra og sterkra vinda ákváð skiptstjóri eftirlitsbáts Marglytta að fresta boðsundinu. Fyrirhugað var að nýta veðurglugga í nótt en veðurskilyrði þurfa að vera góð og margt þarf að ganga upp líkt og hagstæðir vindar, straumar, ölduhæð og tími flóðs og fjöru.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum.

„Það er búið að bæta í vind miðað við spána í gærkvöldi, vindurinn er 11-12 metrar á sekúndu í of langan tíma og því er þessi veðurgluggi því miður búinn að lokast, nú er næsti gluggi seinni partinn í dag, þó með sama fyrirvara, veðrið getur alltaf breyst,“ er haft eftir Peter Reed, skipstjóra Rowen, í tilkynningunni.

„Við Marglytturnar voru mættar niður á höfn í nótt og hittum þar á Reed-feðga. Við vorum alveg í gírnum og tilbúnar að leggja af stað þrátt fyrir þennan vind, en svona er þetta með Ermarsundið, það eru margir áhrifaþættir. Við erum vongóðar um að vind lægi og að við getum nýtt gluggann seinna í dag,“ er haft eftir Sigrúnu Þ. Geirsdóttur í Marglyttuhópnum. Hún er jafnframt eina íslenska konan sem synt hefur Ermarsundið ein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert