828 milljónir í endurgreiðslu

Ófærð 2 fékk hæstan styrk.
Ófærð 2 fékk hæstan styrk.

Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna 25% framleiðslukostnaðar við gerð kvikmynda eða sjónvarpsefnis sem fellur til hér á landi nema um 828 milljónum króna það sem af er ári.

Þetta kemur  fram á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem hefur uppfært yfirlit um endurgreiðslurnar á vef sínum.

Hæstan styrk hefur fengið Ófærð 2, um 334 milljónir króna og næst á eftir er Flateyjargátan með 134 milljóna króna styrk.

Skaupið fékk 13,7 milljónir

Áramótaskaupið 2018 fékk 13,7 milljónir króna á þessu ári og hefur undanfarin ár fengið um tíu milljónir. Frá árinu 2015 nema endurgreiðslur vegna skaupsins 42,5 milljónum króna. Fyrr á árinu fjallaði Morgunblaðið um þá tilhögun að RÚV útvistaði framleiðslu skaupsins þrátt fyrir áratuga langa sögu í dagskrá Ríkissjónvarpsins, en þannig uppfyllir skaupið skilyrði til að geta fengið endurgreiðslu.

Verkefnin sem fengu styrk voru alls 33. Fjögur verkefni voru skráð erlend og tvö sem samframleiðsla, en önnur verkefni innlend. Sagafilm ehf. fékk styrk fyrir flest verkefni, sjónvarpsþættina Visthúsið, Kviknar, Ferðastiklur og Flateyjargátuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert