1.178 nýskráðar haglabyssur í fyrra

mbl.is/Eggert

Alls hafa 7.856 haglabyssur verið nýskráðar frá árinu 2010 en 39.475 slík vopn eru á skrá miðað við stöðuna í júlí. Þetta kemur fram í yfirliti yfir nýskráningar skotvopna árin 2010-2019 og fjölda A-leyfishafa, á vef lögreglunnar.

Flestar voru nýskráðar haglabyssur í fyrra, 1.178 talsins.

25.573 rifflar eru á skrá og 3.686 skammbyssur. 

Innifalin í heildartölunni eru þau skotvopn sem hefur verið fargað, gerð óvirk, þau sem hafa verið flutt á milli landa og flutt úr landi. Skotvopn lögreglu eru ekki meðtalin. 

Fjárbyssur eru meðtaldar í heildartölunni, a.m.k. 1.115 skammbyssur eru svokallaðar fjárbyssur.

Einnig kemur fram að um 600 manns sæki námskeið til öflunar skotvopnaréttinda á hverju ári.

mbl.is