Grunaðir smyglarar áfram í haldi

Norræna á Seyðisfirði.
Norræna á Seyðisfirði. mbl.is/Þorgeir

Menn­irn­ir tveir, sem hand­tekn­ir voru við komu Nor­rænu til Seyðis­fjarðar 1. ág­úst, grunaðir um að hafa flutt veru­legt magn af fíkni­efn­um til lands­ins, voru í síðustu viku úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn málsins miði vel.

Auk þess kemur fram að maður sem var handtekinn vegna alvarlegrar líkamsárásar í Neskaupstað 10. júlí var 5. september einnig úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 

mbl.is
Loka