Rannsóknum hnífstunguárásar og smygls miðar vel

Rannsóknum málanna miðar vel að sögn lögreglunnar á Austurlandi.
Rannsóknum málanna miðar vel að sögn lögreglunnar á Austurlandi. mbl.is/Eggert

Maðurinn sem var handtekinn vegna alvarlegrar líkamsárásar í Neskaupstað í júlí var í síðustu viku úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur. Rannsókn málsins miðar vel og mun henni ljúka fljótlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Þar kemur einnig fram að mennirnir tveir sem handteknir voru eftir að verulegt magn fíkniefna fannst í bifreið á Seyðisfirði í byrjun ágúst hafi í gær verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur. Sú rannsókn gangi að sama skapi vel en ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar um hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert