Verðmætasta magn fíkniefna frá upphafi

Annar smyglaranna við komuna til Reykjavíkur í kvöld.
Annar smyglaranna við komuna til Reykjavíkur í kvöld. Mbl.is/Snorri

Smyglararnir sem handteknir voru við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu á fimmtudag, komu til Reykjavíkur í kvöld í fylgd lögreglumanna. 

Tollverðir fundu við komu Norrænu umtalsvert magn fíkniefna í fólksbíl. Var fólksbíllinn tekinn í sundur svo næðist í efnin. Tveir erlendir karlmenn voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands vegna málsins.

Alls fundust 45 kíló af amfetamíni og kókaíni í fólksbílnum, en það var fíkniefnahundurinn frá Egilsstöðum sem rann á lyktina. Hefur mbl.is fengið þær upplýsingar að um sé að ræða verðmætasta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi frá upphafi. Þá er einnig um eitt mesta magn fíkniefna, sem lagt hefur verið hald á hér á landi, að ræða. 

Lög­regl­an á Aust­ur­landi fer með rann­sókn máls­ins í sam­vinnu við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu. Hún seg­ir rann­sókn­ina á viðkvæmu stigi og hyggst ekki veita frek­ari upp­lýs­ing­ar að svo stöddu.

Mesta magn af sterk­um fíkni­efn­um sem lagt hef­ur verið hald á var í Papeyj­ar­mál­inu fyr­ir rúm­um tíu árum. Hlutu sex menn dóm fyr­ir að smygla til lands­ins 55 kíló­um af am­feta­míni og 9.400 e-töfl­um.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert