„Stelpurnar öskruðu bara“

Rapinoe fór á kostum á HM í sumar.
Rapinoe fór á kostum á HM í sumar. AFP

Besta knattspyrnukona í heimi, Megan Rapinoe, ræddi stuttlega við Maríu Sól Jakobsdóttur og félaga hennar í University of Miami á Facetime fyrir leik gegn Notre Dame í Indiana í bandaríska háskólaboltanum í gær.

Rapinoe varð heimsmeistari með Bandaríkjunum í sumar og var valin besti leikmaður mótsins. Hún vakti líka mikla athygli á mótinu utan vallar þar sem hún ögraði hún valda­mesta leiðtoga heims, hellti sér yfir Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bandið FIFA fyr­ir að sýna kon­um í íþrótt­inni minni virðingu en karl­mönn­um og vakti at­hygli á rétt­ind­um hinseg­in sam­fé­lags­ins. 

Rosalegt að ræða við bestu knattspyrnukonu í heimi.
Rosalegt að ræða við bestu knattspyrnukonu í heimi. Ljósmynd/Aðsend

„Við vorum bara að borða fyrir leik þegar þjálfarinn sagði okkur að Rapinoe vildi segja við okkur nokkur orð,“ segir María Sól í samtali við mbl.is. Rapinoe hafði haldið fyrirlestur í skólanum í Miami fyrr um daginn en liðið misst af því, enda í keppnisferð í Indiana.

„Stelpurnar í liðinu, sérstaklega þær bandarísku, öskruðu bara enda er Rapinoe algjör stórstjarna hérna úti,“ segir María Sól. 

Hún bætir því við að áhuginn á kvennaboltanum vestanhafs sé mjög mikill og Rapinoe nánast í guðatölu. 

María Sól lék með Stjörnunni í efstu deild kvenna hér …
María Sól lék með Stjörnunni í efstu deild kvenna hér á landi í sumar en hélt utan til náms í ágúst. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert