Smábíll hafnaði á hvolfi utan vegar

Bíllinn hafnaði á hvolfi utan vegar og var ökumanni ekið …
Bíllinn hafnaði á hvolfi utan vegar og var ökumanni ekið á slysadeild til skoðunar. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Umferðaróhapp varð á níunda tímanum á Suðurlandsvegi á milli Árbæjar og Grafarholts. Þar hafnaði rauður smábíll á hvolfi utan vegar.

Einungis ökumaður var í bílnum og var hann fluttur á slysadeild til skoðunar, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Hann er ekki alvarlega slasaður, en fékk hnykk á hálsinn við veltuna.

mbl.is
mbl.is