Flutningabifreið valt á Fjarðarheiði

Flutningabifreið fór út af veginum um Fjarðarheiði í dag og valt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi. Ökumaðurinn slapp án alvarlegra meiðsla.

Vegna umferðaróhappsins þarf að loka veginum um tíma á morgun miðvikudag um eða upp úr hádegi í óákveðinn tíma á meðan unnið verður að því að ná bifreiðinni og vagni sem hún dró upp á veginn aftur.

Tilkynnt verður á Facebook-síðu lögreglunnar á Austurlandi þegar nánari tímasetning liggur fyrir.

mbl.is