Hefur litlar áhyggjur af stefnu Isavia

Oddur Ástráðsson lögmaður ALC segist ekki hafa miklar áhyggjur af …
Oddur Ástráðsson lögmaður ALC segist ekki hafa miklar áhyggjur af væntanlegri stefnu Isavia, sem hafi verið viðbúin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Oddur Ástráðsson lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC segir að það hafi ekki komið honum á óvart að fá í hendur kröfubréf frá Isavia á dögunum, vegna væntrar málshöfðunar Isavia á hendur íslenska ríkinu og ALC. Hann kvíðir því ekki að takast á um málið fyrir dómstólum enn einu sinni.

Krafa Isavia á hendur ALC byggir á ákvæði í aðfararlögum sem gerir gerðarbeiðanda, í þessu tilviki ALC, bótaskylt ef að í ljós kemur að gerðin hafi farið ranglega fram.

„Strax í sumar þegar aðfarargerðin fór fram þá gerði lögmaður Isavia grein fyrir því að það kæmi til greina af hálfu hans umbjóðanda að reyna að sækja bætur á þeim grunni,“ segir Oddur í samtali við blaðamann. Hann kveðst rólegur yfir málinu, sem hefur ekki enn verið höfðað formlega.

„Ég hef ekkert of miklar áhyggjur af þessu, ég tel að gerðin hafi farið fram réttilega. Það er bara í góðu lagi að fara að takast á um það fyrir dómi enn á ný, það yrði þá fjórða umferð, sem er bara allt í lagi,“ segir Oddur.

TF-GPA, vélin sem var kyrrsett af Isavia, tekur á loft …
TF-GPA, vélin sem var kyrrsett af Isavia, tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli í sumar. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert