Búið að loka Fjarðarheiði og Fagradal

Kort/Vegagerðin

Vegunum um Fjarðarheiði og um Fagradal hefur verið lokað vegna veðurs, en ekkert ferðaveður er á svæðunum að mati Vegagerðarinnar. Þá er einnig hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum á Austurlandi og eitthvað um skafrenning.

Ófært er bæði á Breiðdalsheiði og um Öxi.

Búast má við því að fjölda vega um land allt verði lokað vegna ofsaveðursins á morgun. Nánari upplýsingar má finna á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is