„Aðeins að bæta í vind“ á Sauðárkróki

Eins og sjá má á kortinu eru margir vegir á …
Eins og sjá má á kortinu eru margir vegir á norðurhluta landsins ófærir. Kort/Vegagerðin

Heldur hefur bætt í vind á Norðurlandi vestra síðustu klukkustundir og það er farið að blása nokkuð hressilega á Sauðárkróki. Vegunum um Þverárfjall og Vatnsskarð hefur verið lokað en vindurinn fer í 38 m/s í hviðum á Þverárfjalli.

„Það virðist aðeins vera að bæta í vind hérna,“ segir Björn Björnsson, fréttaritari mbl.is á Sauðárkróki, en auk þess rignir í bænum.

„Það lítur allt þokkalega út hér en virðist stefna í býsna mikinn vind,“ segir Björn.

mbl.is