Björgunarsveitir bundu niður þak í Ármúla

mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðbragðsaðilum barst útkall vegna þaks í Ármúla í Reykjavík, sem unnið er að viðgerð á, á níunda tímanum í kvöld. Óttast var að þakið fyki af.

Björgunarsveitir fóru á staðinn og brugðu á það ráð að binda þakið niður til þess að koma í veg fyrir að það færi á ferð.

Samkvæmt heimildum mbl.is gekk aðgerðin vel og var ekki mikil hætta talin á ferð.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is