Sést varla á milli húsa á Akureyri

Veðrið er tekið að versna á Akureyri.
Veðrið er tekið að versna á Akureyri. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Það er brjálað veður og sést varla á milli húsa. Það er allt á kafi í snjó og það er að bæta í veðrið,“ segir Þorgeir Baldursson fréttritari Morgunblaðsins á Akureyri. 

Fáir eru á ferli á Akureyri, að sögn Þorgeirs. Skólum hefur hefur verið lokað og fólk heldur sig heima við enda fólki varla vært utandyra. Helstu stofnæðum er haldið opnum.

Hitastigið er við frostmark til einnar gráðu hiti. Snjórinn er því nokkuð blautur og þungur og því erfitt við hann að eiga, að mati Þorgeirs.  

Þorgeir segist ekki ætla út úr húsi á næstunni enda orðinn vel birgur af mat eftir búðarferð fyrir hádegi í dag.   

Af­taka­veðri er spáð um allt land í dag og veðrið er slæmt við norður­strönd­ina og á ut­an­verðum Vest­fjörðum. Appelsínugul viðvörun verður í gildi í öll­um lands­hlut­um vegna veðurs síðar í dag nema á Norður­landi vestra og Strönd­um þar sem rauð viðvör­un gild­ir frá klukk­an 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert