Vegum verið lokað víðast hvar á landinu

Á Suðvesturlandi er búið að loka um Kjalarnes, á Mosfells- …
Á Suðvesturlandi er búið að loka um Kjalarnes, á Mosfells- og Hellisheiði og um Þrengsli, auk þess sem flughálka er á milli Hveragerðis og Þrengslavegamóta. Ófært er á Krýsuvíkurvegi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nánast öllum vegum á Norðurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og suðvesturhorni landsins hefur verið lokað. Aftakaveður er á landinu norðanverðu og á Vestfjörðum og fer veður einnig versnandi annars staðar á landinu.

Appelsínugul viðvörun er í gildi á landinu öllu, nema á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Ströndum, þar sem rauð viðvörun er í gildi og hættuástandi hefur verið lýst yfir. Best er að fylgjast með lokunum vega á vef Vegagerðarinnar eða á Twitter.

Kort/Vegagerðin

Á Suðvesturlandi er búið að loka um Kjalarnes, á Mosfells- og Hellisheiði og um Þrengsli, auk þess sem flughálka er á milli Hveragerðis og Þrengslavegamóta. Ófært er á Krýsuvíkurvegi.

Á Vesturlandi hafa báðar ferðir Baldurs verið felldar niður auk þess sem Holtavörðuheiði og veginum um Bröttubrekku hefur verið lokað. Þá er lokað um Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hefur Þröskuldum, Mikladal, Hálfdán, Steingrímsfjarðarheiði, Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði verið lokað vegna veðurs, auk þess sem ófært er um Gemlufallsheiði, Hjallaháls, Ódrjúgsháls, Klettsháls, Kleifaheiði og norður í Árneshrepp. Þá hefur Flateyrarvegi og Súðavíkurhlíð verið lokað vegna snjóflóðahættu.

Á Norðurlandi hefur verið lokað fyrir umferð um Vatnsskarð, Þverárfjall, Siglufjarðarveg, Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarmúla.

Á Norðausturlandi er ófært um Ljósavatnsskarð, Tjörnes, Hólasand, Hófaskarð og yfir Melrakkasléttu.

Á Austurlandi er ófært og Breiðdalsheiði og um Öxi og á Suðurlandi er orðið ófært á Biskupstungnabraut og á milli Selfoss og Þjórsár.

Áætlanir um mestu veðurhæðir á vegum 10.12.2019 

mbl.is