Hættu- og óvissustig fram eftir degi

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi er enn í gildi.
Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi er enn í gildi. mbl.is/Árni Sæberg

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi er enn í gildi og verður fram eftir degi. Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi er enn í gildi og verður fram eftir degi. Almannavarnir hækkuðu í gær viðbúnaðarstig af óvissustigi yfir á hættustig almannavarna vegna óveðurs á svæðinu. 

„Það er enn þá leiðindaveður en það mun aðeins ganga niður í dag en það er ennþá óvissustig í gangi,“ segir Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Engar tilkynningar hafa borist um snjóflóð enn sem komið er. „Þegar það er svona brjálað veður þá kemur þetta betur í ljós þegar veðrinu slotar og fer að sjást til fjalla.“ Óliver segir að bæir á mestu hættusvæðunum séu vel varðir, til að mynda á Ólafsfirði og Siglufirði, þar sem hættan er einna mest. „Við fylgjumst einnig með sveitabýlum í dreifbýli og það er ágætlega vaktað.“ 

Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum, mikil hætta á utanverðum Tröllaskaga og nokkur hætta á Austfjörðum, þar sem veður er farið að versna. Í kvöld á að draga úr vindi og úrkomu en áfram má búast við norðlægri átt og éljum fram á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert