Tjón á eignum en ekki slys á fólki

Nokkuð var um tjón á eignum í gær, sérstaklega á Norðurlandi, vegna fárviðrisins sem gekk yfir landið. Björgunarsveitir höfðu verið kallaðar út til aðstoðar rúmlega 430 sinnum þegar staðan var tekin í gærkvöldi. Fólk lenti í vandræðum vegna ófærðar og daglegt líf margra fjölskyldna raskaðist. Ekki urðu nein slys á fólki, eftir því sem næst verður komist.

Veðurstofa Íslands hækkaði viðvörunarstig á Norðurlandi eystra úr appelsínugulu í rautt frá kl. 16 í gær. Var þá rauði liturinn á öllu Norðurlandi og Ströndum. Viðvörunin á Norðurlandi eystra gildir til hádegis í dag. Spáð er slæmu veðri á öllu austanverðu landinu í dag.

Í kjölfar breytinga á viðvörunarstigi Veðurstofunnar ákvað Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra að hækka viðbúnaðarstig úr óvissu yfir í hættustig almannavarna. Nær hættustigið aðallega yfir Strandir í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum og síðan allt Norðurland, að því er fram kemur í umfjöllun um óveðrið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert