Mælingar hafnar á snjóflóðunum

Tvö snjóflóð féllu á Flateyri seint í gærkvöldi.
Tvö snjóflóð féllu á Flateyri seint í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Garðarsson

Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands hafa hafið mælingar á snjóflóðunum tveimur sem féllu á Flateyri í gærkvöldi. Þeir komu með varðskipinu Þór frá Ísafirði síðdegis í dag.

Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar, segir að samkvæmt fyrsta mati Veðurstofunnar séu flóðin mjög stór. Nánari niðurstöður úr mælingum sérfræðinga á svæðinu ættu að berast síðdegis og í kvöld.

„Við erum að mæla umfang og rúmmál þessara flóða þannig að við getum uppfært okkar hættumatskort, og í allri okkar rannsóknarvinnu erum við einnig að skoða hvort ákvarðanir sem við erum að taka hafi verið réttar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert