Rýmingaráætlunin uppfærð

Frá Grindavík
Frá Grindavík mbl.is/Kristinn Magnússon

Rýmingaráætlun fyrir Víðihlíð, hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) í Grindavík, íbúðir aldraðra og skjólstæðinga heimahjúkrunar hefur verið uppfærð með tilliti til dagsins í dag.

Ingibjörg Þórðardóttir deildarstjóri segir að Víðihlíð sé tvískipt. Annars vegar rekur HSS þar hjúkrunardeild með 20 rúmum fyrir aldraða. Auk þess eru í húsinu 18 sjálfseignaríbúðir eldri borgara þar sem búa nú 20 manns. Í húsinu er líka dagdvöl og félagsþjónusta aldraðra í Grindavík. Þá njóta um 30 skjólstæðingar heimahjúkrunar.

„Við áttum rýmingaráætlun sem búið er að uppfæra núna,“ segir Ingibjörg. Hún segir vitað hvað þarf af farartækjum og hvernig bílum til að flytja íbúana brott, ef til rýmingar kemur. Áætlunin liggur fyrir hjá Samhæfingarstöð almannavarna.

Ingibjörg segir að ef komi til rýmingar geri áætlunin ráð fyrir því að skjólstæðingar verði fluttir á HSS í Reykjanesbæ ef allt verður í lagi þar t.d. varðandi vatn og hita.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert