Sjór og grjót gengur yfir Ægisgötu

Af Facebook-síðu lögreglunnar

Vegna öldugangs hefur Ægisgötu í Reykjanesbæ verið lokað. Sjór og grjót gengur yfir svæðið. Gatan verður lokuð fram eftir morgni. 

Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Suðurnesjum hefur að öðru leyti allt gengið vel og enginn tilkynnt um fok á lausamunum eða öðru. 

Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi var lokað klukkan 5 í morgun en rauð viðvörun er í gildi á Suðurnesjum. Allt flug hefur legið niðri um Keflavíkurflugvöll frá því um miðnætti en Icelandair aflýsti 22 flugferðum til og frá landinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert