Fjarðarheiði enn ófær

Vegurinn um Fjarðarheiði er lokaður.
Vegurinn um Fjarðarheiði er lokaður. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Vetrarfærð er í öllum landshlutum en starfsmenn Vegagerðarinnar eru víða að kanna færð og hreinsa vegi í birtingu.

Vegum um Mý­vatns- og Möðru­dals­ör­æfi og Fjarðarheiði er lokað.

„Heiðin er enn lokuð. Þarna er mikill snjór og mokstur mun taka langan tíma. Ekki er líklegt að vegurinn opnist fyrir hádegi,“ segir á vef Vegagerðarinnar um Fjarðarheiði.

Nokkuð stífur vindur er á suðvesthorninu og hviðótt bæði á Kjalarnesi og við Hafnarfjall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert