148 íbúðir byggðar í Hamranesi í Hafnarfirði

Lóðirnar eru lausar til umsóknar fyrir lögaðila.
Lóðirnar eru lausar til umsóknar fyrir lögaðila. mbl.is/RAX

148 íbúðir verða byggðar í Hamranesi í Hafnarfirði. Auglýstar verða sex lóðir undir þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 148 íbúðum í Hamranesi, nýju íbúðarsvæði sunnan við Ásvallabraut. Engin byggð er á svæðinu í dag. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær, 8. apríl. 

Lóðirnar eru í skólahverfi Skarðshlíðarskóla sem er um 400 m norðan við skipulagssvæðið sem tengist því með göngustígum og undirgöngum undir Ásvallabraut en þar er rekinn leik- og grunnskóli sem hefur þegar tekið til starfa og íþróttahús og útibú tónlistarskóla verða afhent í haust. Gert er ráð fyrir nýjum leikskóla á nálægum reit.

Lóðirnar eru lausar til úthlutunar fyrir lögaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert