28% atvinnuleysi í Reykjanesbæ

Reykjanesbær.
Reykjanesbær. mbl.is/Sigurður Bogi

Skráð atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam 28% í lok apríl. Þar af eru 16,1% skráðir á hlutabótaleiðina.

Atvinnuleysi á Suðurnesjum er 25,2% og þar af eru 14,4% á hlutabótaleiðinni.

Þessar tölur eru mjög kvikar og breytilegar vegna starfahlutaleiðar og uppsagna starfsmanna, að því er kemur fram í fundargerð menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar en atvinnuleysistölur voru lagðar fram á fundi þess í gær.

mbl.is