Blóðkornin sótt til Íslands

Einkaþota lenti á Reykjavíkurflugvelli undir kvöld til þess að sækja …
Einkaþota lenti á Reykjavíkurflugvelli undir kvöld til þess að sækja blóðkornin. mbl.is/Þorsteinn

Einkaþotan sem fljúga á með hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum á rannsóknarstofu í Kanada, lenti á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan átta í kvöld að því er fram kemur á vef RÚV.

Í kvöldfréttum RÚV var fjallað um málið og þar kom fram að blóðkornin verði notuð til að búa til mótefni fyrir kórónuveirunni. Kári Stefánsson vonast til þess að mótefni og bóluefni verði til fyrir árslok.

Skimun Íslenskrar erfðagreiningar eftir veirunni sýnir að um hálft prósent þjóðarinnar mun hafa sýkst af henni. Niðurstaðan úr mótefnamælingu erfðagreiningar sýnir aðra útkomu það er að í kringum eitt prósent af þeim, sem ekki greindust með veiruna í skimun og voru heldur ekki í sóttkví, eru með mótefni gegn veirunni. 

Flogið verður með blóðkornin til Bresku Kólumbíu nú í kvöld en bæði var fjallað ítarlega um málið í útvarps- og sjónvarpsfréttum RÚV. 

mbl.is