Í beinni: Kynning á hlutdeildarlánum

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður …
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður ráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun kynna ný hlutdeildarlán á fundi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í dag klukkan 10:30. Fyrirkomulagið felur í sér að ríkið leggi ákveðnum hóp­um fyrstu kaup­enda til eig­in­fjár­fram­lag í formi 20% eign­ar í viðkom­andi hús­næði. Horft er til þess í frum­varp­inu að hægt verði að veita 400 slík lán á ári á næstu 10 árum, en til sam­an­b­urðar eru um þrjú þúsund fyrstu kaup­end­ur á ári. Þetta tek­ur því til tæp­lega 15% af fyrstu kaup­end­um. Kostnaður við slíkt verður um fjórir milljarðar árlega.

Horft er til þess að 75% af láns­fjár­magni komi frá lána­stofn­un, 5% sé eigið fé kaup­and­ans, en 20% komi í formi hlut­deild­ar­láns­ins frá rík­inu. End­ur­greiða skal hlut­deild­ar­lánið við sölu eða í síðasta lagi eft­ir 25 ár. 

Auk Ásmundar verða þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, á staðnum, en Ragnar Þór sagði í Morgunblaðinu í morgun að lífskjarasamningurinn væri fallinn ef ekki kæmi til frumvarpsins.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert