Birta mynd af þriðja manninum

Lögreglan leitar að Pioaru Alexandru Inonut.
Lögreglan leitar að Pioaru Alexandru Inonut. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni að nafni Pioaru Alexandru Inonut, sem kom til landsins fyrri hluta seinustu viku í sex manna hópi. Þrír samferðarmenn hans voru handteknir eftir búðarhnupl á Suðurlandi í gær, en lýst var eftir hinum þremur síðla gærkvölds. Tveir þeirra sem lýst var eftir fundust í gær og er Inonut nú einn ófundinn.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Ionut, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Starfsmenn gististaða og hótela eru sérstaklega beðnir um að vera á varðbergi og tilkynna um Ionut hafi þeir orðið varir við ferðir hans, en að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, fundust ferðafélagar hans tveir á hóteli á höfuðborgarsvæðinu.

Tveir af mönnunum sem gripnir voru við búðarhnuplið reyndust með kórónuveiruna og leikur því gunur á að Inonut sé einnig smitaður. Mennirnir hefðu allir átt að vera í sóttkví.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert