Fundur hjúkrunarfræðinga hafinn

Guðjbörg Pálsdóttir, formaður Fíh, á samningafundi í gær.
Guðjbörg Pálsdóttir, formaður Fíh, á samningafundi í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins er hafinn í húsnæði ríkissáttasemjara, sem boðaði til fundar klukkan 9:30 í dag.

Mikið er undir í viðræðum dagsins, en nái aðilar ekki saman hefst verkfall félagsmanna Fíh á mánudagsmorgun. 

Mikið ber á milli samninganefndanna og er undirbúningur verkfalls í fullum gangi.

mbl.is