Fá aðila að utan til að fara yfir skoðun sýna

Úrlestur sýnanna er sagður mjög sérhæft verkefni.
Úrlestur sýnanna er sagður mjög sérhæft verkefni. mbl.is/Árni Sæberg

Embætti landlæknis vinnur að því að fá erlendan aðila til að ganga úr skugga um að skoðun og endurskoðun sýna hjá Krabbameinsfélagi Íslands sé fullnægjandi að gæðum.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns landlæknis, við fyrirspurn mbl.is.

„Úrlestur þessara sýna er mjög sérhæft verkefni og ekki fólki til að dreifa hérlendis,“ segir í svarinu.

Ekki liggi fyrir á þessari stundu hver muni taka að sér þetta verkefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert