Starfsemin er svipur hjá sjón

Starfsmaður Airport Associates að störfum.
Starfsmaður Airport Associates að störfum. Ljósmynd/Aðsend

„Það hefur ekkert bæst við, frekar að þetta sé að fara í hina áttina. Maður vonar bara að ástandið lagist og að það finnist bóluefni gegn veirunni sem fyrst. Þá lagast þetta,“ sagði Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates á Keflavíkurflugvelli.

Félagið afgreiðir nú flugvélar tveggja erlendra flugfélaga, Wizz Air frá Ungverjalandi og breska flugfélagsins EasyJet. Sigþór segir að flugumferðin sé í algjöru lágmarki og aðeins brot af því sem félögin höfðu ætlað sér miðað við eðlilegar aðstæður.

Þegar umsvifin voru mest störfuðu rúmlega 700 manns hjá Airport Associates. Fjölda starfsmanna var sagt upp eftir fall WOW air og áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á millilandaflug urðu ekki til að bæta úr skák. Nú eru stöðugildin hjá Airport Associates rétt rúmlega 100 og gegna þeim um 130 starfsmenn.

Mötuneytið er öllum opið

Meðan allt lék í lyndi var útbúin starfsmannaaðstaða fyrir um 700 manns með glæsilegu mötuneyti. „Þessi aðstaða er öll í notkun. Það eru bara færri sem nota hana,“ sagði Sigþór. „Mötuneytið er opið virka daga fyrir starfsmenn okkar og aðra sem vilja notfæra sér það. Þeirra á meðal eru verktakar, starfsmenn bílaleiga, lögreglunnar, tollsins, UPS og fleiri. Viðskiptavinirnir eru ekki margir. Það er svo lítil starfsemi á Keflavíkurflugvelli að starfsmannafjöldinn er bara lítið brot af því sem hann var.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »