Verkfalli starfsmanna ISAL frestað

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Ómar

Verkfalli starfsmanna Rio Tinto í álversinu í Straumsvík sem hefjast áttu á morgun var frestað á samningafundi í nótt. Ástæðan er bindandi tilboð sem starfsmenn hafa nú gert við ISAL (sem er verksmiðjuheiti álversins í Straumsvík). 

Þetta segir Reinhold Richter, aðal trúnaðarmaður starfsmanna álversins.

„Við frestuðum verkfallinu vegna þess að við erum búin að gera ákveðið gildandi samkomulag við ISAL um framhald á viðræðum og við erum bara að fara í þá vinnu.“

Næsti samningafundur áætlaður á fimmtudaginn eftir viku. Reinhold segir að um sé að ræða bindandi tilboð.  

„Sem við gætum gengið að ef við viljum en við ætlum að útvíkka það, ræða það betur,“ segir Reinhold. 

Aðspurður segir hann að honum lítist vel á tilboðið. Reinhold var að renna í hlaðið í Straumsvík þegar blaðamaður náði tali af honum. Þar ætlaði hann að finna út hvernig sé hægt að kynna tilboðið fyrir starfsfólki á Covid-tímum, þegar strangar sóttvarnareglur eru í gildi. 

RÚV greindi fyrst frá frestun verkfallsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert