Tónlistarnám fært á netið

Haraldur Árni Haraldsson er skólastjóri Tónlistarskóli Reykjanesbæjar.
Haraldur Árni Haraldsson er skólastjóri Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Gjörbreyta hefur þurft starfsháttum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar vegna kórónaveirunnar. Frá og með síðustu viku eru tónfræðagreinar kenndar yfir netið, en hljómsveita- og samspilsæfingar og hóptímar hefur verið fellt niður.

Aftur á móti næst að halda úti allri hljóðfæra- og söngkennslu með óbreyttu sniði. „Við höfum svo grímuskyldu í skólahúsinu sem gildir meðan við teljum nauðsyn,“ segir Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri.

„Við höfum sprittbrúsa í kennslustofum og æfingasölum og einnig í stofunum okkar í grunnskólunum. Því er fylgt vel eftir af kennurum að nemendur þvoi sér um hendur og spritti áður en kennslustund hefst. Eftir kennslustundir þrífa kennarar svo alla snertifleti hljóðfæra, búnaðar sem og hurðarhúna. Með þessum aðgerðum teljum við okkur vernda nemendur, starfsfólk og fjölskyldur þeirra, og líka verja.“

Alls eru 868 nemendur nú á haustönn í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og tónleikahald hefur jafan verið hluti af skólahaldinu. Fernir tónleikar eru fram undan. Verði af þeim verða engir áheyrendur í sal, en dagskrá streymt á netinu eða klippur af atriðum sendar til foreldra og annarra. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »