„Það er ennþá brunalykt“

Svona er umhorfs á Bræðraborgarstíg.
Svona er umhorfs á Bræðraborgarstíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í þessum mikla harmleik sáu eða skynjuðu margir íbúar hverfisins ýmislegt sem á eftir að fylgja þeim allt þeirra líf,“ segir í bókun íbúaráðs Vesturbæjar um brunann á Bræðraborgarstíg sem varð lok júní. Í bókuninni segir ráðið mikilvægt að rústir hússins verði fjarlægðar. 

Þrír létu lífið í brunanum og er hann talinn einn mannskæðasti bruni í sögu Reykjavíkurborgar. 

Nú hafa rústir hússins staðið í fjóra mánuði og rannsóknum á staðnum löngu lokið. Það er ennþá brunalykt, hætta á að börn fara inn í húsið, að það kvikni  aftur í, að það fjúki af því á næstu hús eða að það hrynji alveg í næstu haustlægð,“ segir í bókuninni. 

Vekja daglegan óhug

Þar kemur fram að rústirnar veki slæmar minningar og daglegan óhug hjá mörgum sem búa í nágrenni hússins. 

Mikilvægt er að rústirnar séu fjarlægðar og lóðin hreinsuð nú strax í nóvember fyrir næstu stóru haustlægð. Ef eigandi verður ekki strax við tilmælum borgarinnar um að fjarlægja rústirnar er mælst til þess að borgin láti fjarlægja þær strax á kostnað eiganda eins og grein nr. 56 í lögum um mannvirki 2010 nr. 160 gefur heimild til.

mbl.is