Sjálfvirknivæðingin hafin

Jón Þór Ólafsson.
Jón Þór Ólafsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir í áramótagrein í Morgunblaðinu í dag, að sjálfvirknivæðingin sé hafin og áætlað  að tölvur og vélmenni muni taka yfir helming starfa á næstu tveimur áratugum. Í því sé fólgin gríðarleg verðmætasköpun og tækifæri til mikillar velmegunar fyrir okkur öll, ef almannavaldið er notað í þágu okkar allra í stað sérhagsmuna.

„Helstu hætturnar við þessa þróun eru tvær. Hin fyrri er að allt launafólk mun vera í samkeppni við vélar um vinnuna og mun þurfa að velja hvort það vill halda starfinu eða halda óbreyttum launum, þangað til það á endanum lendir á atvinnuleysisbótum. Hin síðari er að verðmætasköpunin vegna þessarar sjálfvirknivæðingar starfa muni nánast öll fara til hinna efnameiri,“ segir Jón Þór og bætir við, að ríki heims standi frammi fyrir tveimur valkostum á þessari stundu, þar sem önnur leiðin sjái til þess að allir fái tækifæri til að njóta meira frelsis og velmegunar sem sjálfvirknivæðingin gerir mögulega en hin sé að gera lítið þar til tæknin umturni vinnumarkaðnum og lífsviðurværi fólks. 

„Á komandi kosningaári getum við kosið hvora leiðina við förum. Á komandi kosningaári getum kosið okkur framtíð og kosið flokka sem hugsa til framtíðar,“ segir Jón Þór Ólafsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »