Nafn mannsins sem lést í Sundhöllinni

mbl.is

Maðurinn sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs. Hann lætur eftir sig foreldra og tvo bræður.

Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Guðni Pétur starfaði í geðþjón­ustu og var með geðfötluðum skjól­stæðingi sín­um í laug­inni, eins og hann gerði jafn­an dag­lega.

Guðni Heiðar Guðnason, faðir Guðna Péturs, sagði í samtali við mbl.is á sunnudag að sonur hans hefði legið í sex mínútur á botni sundlaugarinnar. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á Landspítala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert