Sérstakt sumarhús við Breiðafjörð

Hólar í Helgafellssveit.
Hólar í Helgafellssveit. ,mbl.is/Árni Sæberg

Athyglisvert sumarhús er að rísa á landi úr jörðinni Hólum í Helgafellssveit, skammt frá Stykkishólmi. Eigendur eru Bretar, fjölskyldufólk. Bætast þeir í hóp íslenskra og erlendra auðmanna sem eru flytja á svæðið til búsetu eða sem sumargestir eða til að stunda ferðaþjónustu.

Sumarhúsið í landi Hóla stendur við Álftafjörð, um 10 kílómetra frá Stykkishólmi. Það er hannað af Guðmundi Jónssyni arkitekt í Ósló sem hannað hefur þekktar menningarmiðstöðvar þar í landi. Það er reist á súlum, eins og sést á ljósmyndinni, og er 240 fermetrar að gólfflatarmáli.

Samkvæmt upplýsingum oddvita sveitarstjórnar er húsbyggjandinn Bazzcorp ehf., félag skráð á lögmannsstofu í Reykjavík. Í fyrirtækjaskrá er Guy Colin Mcleod sagður raunverulegur eigandi félagsins, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »