Baldur kominn í höfn

Baldur í Stykkishólmshöfn.
Baldur í Stykkishólmshöfn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ferjan Baldur er lögst við bryggju í Stykkishólmshöfn. 20 farþegar og átta manna áhöfn hafa verið um borð í ferjunni frá hádegi í gær, en hún varð vélarvana um miðjan dag.

Baldur og dráttarbáturinn Fönix hafa verið að fikra sig inn í höfnina á síðasta klukkutíma eða svo, og gera má ráð fyrir að farþegar geti komist í land innan stundar. 

Varðskipið Þór er einnig á staðnum, en það dró Baldur nokkurn spöl eftir að það tók við af rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Léttabátar Landhelgisgæslunnar eru einnig á staðnum.

Dráttarbáturinn stýrir Baldri.
Dráttarbáturinn stýrir Baldri. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert