Yfirmaður rakningarteymis á fundi dagsins

Rögnvaldur Ólafsson og Þórólfur Guðnason fara yfir stöðu mála ásamt …
Rögnvaldur Ólafsson og Þórólfur Guðnason fara yfir stöðu mála ásamt Jóhanni B. Skúlasyni. Ljósmynd/Lögreglan

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11:00. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer þar yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi ásamt Jóhanni B. Skúlasyni, yfirmanni rakningarteymisins, og Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 

Fundinum verður streymt hér á mbl.is.

mbl.is