Fylgi Sjálfstæðisflokksins 25,6%

Stjórnarráðið í Lækjargötu.
Stjórnarráðið í Lækjargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 25,6%, sem lætur nærri meðalfylgi flokksins samkvæmt könnunum MMR í apríl síðastliðnum.

Þá mældist fylgið að jafnaði 25,9% (sveiflaðist frá 23,1% til 28,7%). Fylgi flokksins dregst saman um 3 prósentustig frá síðustu könnun. 

Sveiflur á fylgi flokksins gefa til kynna að nokkur gerjun eigi sér stað meðal kjósenda nú þegar hyllir undir að faraldrinum taki að ljúka, segir í tilkynningu vegna könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórn. 

Framsókn, Pírarar og Viðreisn bæta við sig

Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 13,1%, nær óbreytt frá síðustu könnun en fylgi Framsóknarflokksins jókst um tvö prósentustig og mældist nú 12,6%. Fylgi Pírata jókst um tæp tvö prósentustig á milli mælinga og mældist nú 11,3% og fylgi Viðreisnar jókst um tæp tvö prósentustig og mældist nú 10,6%. Þá minnkaði fylgi Flokks fólksins um tæp tvö prósentustig og mældist nú 3,3%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 55,1% og minnkaði um rúmt prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 56,2%.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 25,6% og mældist 28,7% í síðustu könnun.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 13,1% og mældist 12,9% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 12,6% og mældist 10,5% í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mældist nú 11,3% og mældist 9,6% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,9% og mældist 11,3% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,6% og mældist 8,8% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,7% og mældist 6,0% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 5,7% og mældist 5,8% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 3,3% og mældist 4,8% í síðustu könnun.

Stuðningur við aðra mældist 1,2% samanlagt.

Könnunin var framkvæmd 7. - 12. maí 2021 og var heildarfjöldi svarenda 953 einstaklingar, 18 ára og eldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert