Ríkið eykur vald sitt yfir .is lénum

Sigurður Ingi Jóhannsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Í nýjum lögum um íslenskt landshöfuðlén veitir ríkið lögreglu og dómstólum valdheimildir til þess að loka vefsíðum undir léninu .is og gefur ríkinu forkaupsrétt á öllum hlutum félagsins Internet á Íslandi hf. rekstraraðila lénsins.

Ólíklegustu aðilar hafa notast við .is lénið, meðal annars hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, skrárskiptasíðan Pirate Bay, uppljóstrarinn Peyton Manning og Daily Stormer, umræðusíða nýnasista.

Með nýju lögunum geta dómstólar lokað síðum með .is lén ef lénið hefur tengsl vð skipulagða brotastarfsemi, er notað til að miðla ólöglegu efni eða hvetur til refsiverðrar háttsemi sem varðar við almenn hegningarlög. Einnig veitir frumvarpið hinu opinbera heimild til að haldleggja slík lén og taka forræði þess.

„Miðað við mikilvægi netsins í nútímasamfélagi var ærið tilefni til að setja lagalega umgjörð um landshöfuðlén sem hafa beina skírskotun til Íslands. Við samningu laganna var einkum litið til öryggissjónarmiða og var það haft að markmiði að setja lágmarksreglur til að stuðla að auknu öryggi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í fréttatilkynningu frá Stjórnarráðinu.

mbl.is